UPPGÖTVAÐU

Framtíðin er núna!

Panta núna
PATENTED
Um QUDO.

Á QUDO búnaðinum kemur fram árangur áralangrar reynslu og þekkingar.

Stefna okkar er að fylgjast grannt með markaðnum innan okkar sérsviðs,
og taka mið af þörfum viðskiptavina okkar. Náið samstarf með viðskiptavinum
veitir okkur forskot á keppinauta, og gerir okkur kleift að þróa eftirsóttar vörur.
Þegar markaður fyrir rafmagnsbíla varð til, tókum við fljótlega ákvörðun um að þróa heimsins fyrsta hleðslustólpa, uppbyggðan í einingum.
Hér er um að ræða alhliða stærðarskalanlegan hleðslustólpa sem nota má með öllum hleðslustöðvum.
En hvers vegna láta þar við sitja? Við viljum skrifa söguna, og því höfum við þróað nokkuð algerlega nýtt. Við kynnum með stolti nýja, einstæða, einfalda, og algerlega „app lausa“ hleðslustöð. Heilsum QUDO.

TEYMIÐ OKKAR

Teymið bak við QUDO
er skipað kraftmiklu fólki
með marga ára reynslu
á sviði rafknúinna farartækja.

Meðal starfsmanna okkar eru afar færir einstaklingar á sviði hönnunar, vöruþróunar og markaðssetningar, sem gerir okkur kleift að bregðast við óskum viðskiptavina okkar, og vera tilbúin með réttu lausnirnar þegar eftir þeim er kallað.
Við eigum gnægð skapandi og frjórra starfsmanna og við vinnum ávallt af fullum krafti við þróun nýstárlegra lausna sem auðvelda daglegt líf fólks.