EIN HLEÐSLUSTÖÐ FYRIR ALLAR TEGUNDIR BÍLA
QUDO vinnur bæði á þriggja og einfasa rafmagni. QUDO skynjar sjálfkrafa um hvort kerfið er að ræða.
AUÐVELD Í UPPSETNINGU OG NOTKUN
Með einföldustu hleðslustöðvum í uppsetningu. Úthugsuð hönnun gerir uppsetninguna rökrétta og fljótlega. Á hlið hleðslustöðvarinnar er einnig að finna tengil af gerð 2, þannig að auðvelt er að koma stöðinni fyrir, jafnvel í mjög þröngu rými.
INNBYGGÐ LÝSING
Á QUDO er lýsing sem tryggir fyllsta öryggi við notkun í myrkri. QUDO hleðslustöðin er einnig búin birtuskynjara sem stilla má þannig að ljósið kvikni og slokkni sjálfkrafa eftir birtustigi umhverfis.
NOTKUN MEÐ ANNARRI HENDI
Hönnun QUDO gerir ráð fyrir að einungis aðra hendina þurfi við notkun. Þannig má tala í farsíma eða halda á innkaupapoka, á meðan stöðin er tengd. Einfaldleiki í notkun var hafður i fyrirrúmi við hönnun QUDO.
OPINN EÐA ÖRYGGIS- NOTKUNARHAMUR
Hleðslustöðin okkar er hönnuð til að uppfylla þarfir notandans. Með vali milli opins- og öryggishams má nota stöðina hvar sem er. Sé opinn hamur valinn, þarf einungis að tengja og hleðsla hefst strax. Öryggishamur krefst auðkenniskorts sem fylgir með QUDO, til að hefja/stöðva hleðslu.